Leiðbeiningar

 

Demanta málun virkar svipað eins og málað eftir númerum(paint by numbers) 

Þegar þú færð fyrstu myndina þína í hendurnar þá eru nokkrir hlutir sem er gott að vita. Með hverri mynd fylgja perlurnar sem eiga að fara á myndina og svo fylgir penni, bakki og lím(oftast rautt).

Yfir myndinni er plastfilma. Hún er til þess að verja límið sem er á myndinni sjálfri fyrir óhreinindum eins og ryki og þess háttar. Það er mjög gott að taka bara þann part af filmunni af sem þú ætlar að perla hverju sinni. Gott er að brjóta filmuna upp og setja t.d. bakka eða bók yfir til þess að halda plastinu svo það sé ekki fyrir á meðan þú perlar. Undir plastfilmunni er svo myndin sjálf. Númerin eða merkingarnar á myndinni segja til um hvaða perla á að fara hvar. 

Penninn, bakkinn og límið(oftast rautt) sem fylgir með mun koma að góðum notum. Þú byrjar á því að taka filmuna af rauða líminu og dýfir pennanum í það. Þegar það er komin góð klessa fremst á pennan þá getur þú byrjað að perla! Einfaldlega setur nokkrar perlur í bakkann sem fylgdi með og fylgir leiðbeiningum um hvar hver perla á að fara. 

Einfalt, auðvelt og þægilegt. 

Ef þið hafið spurningar þá er hægt að senda okkur email : kristeystore.is@gmail.com eða hafa samband á facebook